29.6.2007 | 21:22
Ein og yfirgefin.....
Jaejja ta er betri helmingurinn farin.... Unnur Lilja for fra mer a midvikudagsmorguninn, kvedjustundin var erfid en vid komumst i gegnum hana àn mikilla tàra. Reyndar vard sìdasti dagurinn okkar saman ekki alveg eins og vid vorum bùnar ad hugsa okkur. Unnur àkvad nefnilega ad halda ì hefdina sìdan sìdast ì Antigua og verda veik, med aelupest og drullu nòttina àdur og turfti ad vera à spìtala frà klukkan 9-19 naesta dag med vokva i aed. Sem betur fer var kapall ì herberginu tannig Sony og Warnerbros hèldu fyrir henni skemmtun. Èg hins vegar fèkk tad verkefni ad saekja tvottin hennar, pakka nidur dòtinu og fleira skemmtilegt sem turfti ad huga ad. Tad vard tvì ekki mikid ùr Lady`s night à Mono Loco fyrir greyid hana Unni mìna, sem var bùin ad bìda eftir tessu kvoldi ì tvo àr. Hùn krafdist tess nù samt ad vid faerum saman, tò hùn gaeti ekki drukkid, svo èg myndi allavega kynnast tessu fràbaera kvoldi. Tad sem hùn leggur ekki à sig fyrir mann tessi elska :) Vid skemmtum okkur àgaetlega, mikid af òdyru àfengi, slakar samt sem àdur og vorum komnar upp à hòtel (eftir hàlftìma bank à hurdina) um klukkan eitt leytid. Vorum sìdan svo heppnar ad vera skutlad af honum Jònasi (Guatemaleskum vini) upp à flugvoll og tà var ekkert aftur snùid fyrir Unni og hùn flogin à brott stuttu sìdar.....
Tad er ekkert smà skrìtid ad vera ein nùna, tid getid rètt ìmyndad ykkur, bùin ad vera med Unni 24/7 sìdustu 6 mànudina. Èg à sko eftir ad sakna hennar ògò mikid og èg veit ad hùn er tegar byrjud ad sakna mìn. Tessi mànudur verdur orugglega eins og nytt ferdalag fyrir mig, allt onnur lìfsreynsla. Ì gaer fòr èg upp à Pacaya sem er virkt eldfjall hèr rètt fyrir utan Antigua. Tad var audvitad alveg typist ad tad byrjadi ad helli rigna tegar vid aetludum upp og mèr datt ekki einu sinni ì hug ad taka ràndyra graena regnjakkann minn med mèr, og vard ad làta einhverskonar plastdùk sem voru til solu à 50 kall duga. Tràtt fyrir smà erfidi (allt of langt sìdan madur hefur reynt almennilega à sig) var tetta alveg tess virdi, frekar magnad ad sjà hitann stiga upp ùr jordinni à leidinni upp og kvikuna renna nidur. Var komin upp à hòtel um 10 leytid, alveg bùin à tvì og sofnadi stuttu eftir tad. Ì dag fòr èg svo ì lìtil torp hèr ì kring um Antigua, svo sem ekki mikid ad sjà en aedislegt hvad allir eru almennilegir, brosa til manns og bjòda gòdan daginn. Lenti à spjalli vid 61 àrs gamla konu vid vinnu ad vefja blòmamunstur ì typiska skyrtu sem konurnota hèr ì Guatemala. Hùn var algjort aedi og ùtskyrdi fyrir mèr margt ì sambandi vid vinnuna teirra, allt sem taer vefa er ùthugsad og tengist umhverfinu ì kring um taer. Taer byrja ad laera ad vefa tegar taer eru 6 àra og gera tad svo margar allt sitt lìf. Einn tveggja laga dùkur tekur mànud, 5 tìma à dag. Madur skammast sìn hàlf ad vera ad prùtta nidur verdin hjà teim tegar madur sèr hversu mikil vinna tetta er. Kom svo aftur hingad til Antigua og bordadi hàdegismat ein, sem mèr fannst hàlf kjànalegt, las bòk svo èg vaeri ekki alveg jafn ein eitthvad starandi ùt ì loftid, og èg sem les aldrei baekur.. ;)
Nùna seinni partinn aetla èg svo til Lagò Atlitàn, ì torp sem kallast San Pedro de la Laguna. Verd orugglega tar fram yfir helgi. Fer sennilega med Guatemalenskum vinum okkar Unnar, ef ekki tà bara ein ì rùtu... Svo heldur leid mìn bara àfram naesta mànudinn, en hùn er enntà frekar òljòs. Hef àkvedid ad làta orlogin ràda tessu ad mestu leyti
Unnur, tù verdur svo ad làta vita hèrna à blogginuy hvernig tèr gekk ad versla ì NY :):)
Tangad til naest
Ìrena
P.s. Tek ekki àbyrgd à stafsetningavillum tar sem betri helmingurinn sà um allt svoleidis.....
Athugasemdir
Veit ekki alveg hvort ég á að eða . Vonandi gengur nú samt bara vel hjá þér einni á ferð. Missti af þér í dag, var að vinna í taninu þegar smsið kom og virðist rétt hafa misst af þér núna áðan. Góða ferð og láttu okkur vita af þér eins oft og þú getur. Knús frá mömmu, pabba, Tómasi og Baldri.
Nína maría Morávek (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 22:37
Sæl Írena mín.
Gangi þér allt í haginn næsta mánuðinn(og alltaf). Við komum til með að hugsa mikið til þín og fylgjast vel með þér. Ég fékk sms í gær frá Unni og Ólöfu þar sem þær sögðust vera að sligast undan pokum svo ég á von á að þær hafi fundið eitthvað!!!
Ég verð samt óskaplega fegin þegar þú verður komin heim líka.
Kveðjur frá öllum á Selalæk 2 og við óskum þér góðrar ferðar.
Kristín
Kristín Bragadóttir (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 09:37
haehaehae elskan min!!! tu getur ekki imyndad ter hvad eg sakna tin! buin ad vera ad tala um tig sidan olof kom. samt gott ad vita ad tu ert i godum hondum, farid med tig eins og prinsessu byst eg vid:)
stafsetningavillurnar voru nu ekkert margar, gott ad eg hef kennt ter eitthvad:p
og ja vid erum sko bunar ad versla! reynum samt ad koma turistadoti inni to tad gangi eh illa:) morgundagurinn fer i tad.
eg er ad skrifa ter emil lika, veit bara hvad tad er gaman ad fa komment, hihi.
hafdu tad sem aedislegast elsku besta rusinan min! tad vaeri ofsa gaman ad heyra i ter a midvikudaginn ef tu getur!
se tig eftir of marga daga,,,besos y abrazos, unnur lilja
hey og eg hitti zach i gaerkvoldi! hann er enn jafn mikid krutt og sagdi mer eina mjog fyndna sogu sem er i emilnum.
Unnur Lilja (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 00:36
Vona að allt gangi eins vel og það hefur gert undanfarna 6 mánuði.
þetta verður örugglega allt annað ævintýri að vera svona ein á ferð.
Farðu vel með þig ;)
hjördís (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 20:50
Gott að heyra að allt gengur vel hjá þér aleinni! Farðu varlega og skemmtu þér konunglega það sem eftir er ferðar:D
Ösp (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 09:09
Úff hlýtur að vera skrýtið að vera allt í einu alein!
En þú spjarar þig nú, veit það nú alveg:) hvenær ætlarðu annars að koma heim? Ég fer út 10. ágúst, missi ég þá ekki af þér?
Farðu varlega elskan mín;) missjú
Anna (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 12:04
Hæ ástin mín!!!
Gott að allt gengur vel, veit þú spjarar þig en farðu samt varlega!
Ég elska þig :*
Kara (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 21:53
Og ég sem var búin að hafa fyrir því að skrifa athugasemd og svo kom hún ekki einu sinni með!!!! Allavega get ég ekki fundið hana.
Þú ert nú orðin ekta "vagabond" svo að þú bjargar þér vel svona ein.
Þú mátt allveg senda mér kort frá Kúbu ef þú ferð þangað.
Hugsa til þín oft. Anna Heiða frænka
Anna Moravek (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 22:02
Jæja skemmtu þér nú vel Írena mín, þetta verður ævintýri og vonandi alveg yndisleg upplifun. Ég hlakka nú samt til að fá þig heim og við skulum hugsa vel um Unnir fyrir þig:)
kær kveðja Edda
Edda (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.