6.7.2007 | 17:03
Heima í heiðardalnum
jæja þá er maður komin heim í sveitina og góða veðrið á íslandi. Ofsa gott að vera komin heim þó svo ad strax sé byrjað að skipuleggja næstu utanferð
Þegar leiðir okkar írenu skildust beið mín sólarhrings ferðalag til New York. Þar hitti ég Ólöfu systir um kvöldið og urðu miklir fagnaðarfundir. Næstu dagar fóru svo í að versla, Empire State, það sem eftir er ad World Trade Center, versla svolítið meira, Central Park, Madame Tussau, nokkrar ferðir í H&M og fullt fleira túristadóterí milli þess sem við spjölluðum við visa frænda. Mjög skemmtileg borg þó svo að menningarsjokkið hafi verið meira þar heldur en í Bólivíu, þar sem fólkið í New York verður seint talið jafn vingjarnlegt og Suður Ameríkubúar.
Núna er ég svo byrjuð að vinna á fullu til þess að vinna upp visaskuldir, skuldir sem eru samt svo sannarlega þess virði að vinna fyrir:) Því sé ég fram á mjög tilbreytingasnautt líf næstu mánuði og mun þetta vera mín síðasta færsla. Írena, þú heldur samt ótrauð áfram.
mánuður í þjóðhátíð!
Unnur Lilja
Athugasemdir
jebb, visa fraendi er agaetur :) skemmtilegt blog btw, anaegd med tig. Annars er eg komin a caulker key, aetla ad snorkla med hakorlum a morgun.....!! :) er farin ad hlakka mjog til ad koma heim, ekki fra tvi ad tad se komin sma soknudur i mann. Blogga sem allra allra fyrst...
loveya
ire
Unnur Lilja og Írena Sólveig, 6.7.2007 kl. 22:08
Jeijj þannig að þú kemur á Þjóðhátíð! :D
En velkomin heim elsku Unnur mín! Vonandi hittumst við sem fyrst =)
Kristín (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.