Síðasta orðið

 

Ég er komin heim á klakann.... Og það fyrir rúmri viku. Þannig að mér finnst nú við hæfi ljóstra uppi helstu leyndarmálum síðustu daganna í Ameríkunni svona áður en blogginu verður algjörlega slúttað.

Ætli ég hafi ekki verið á leiðinni til Havana þegar ég skrifaði síðast. Hélt sem sagt af stað á flugvöllinn, eftir að hafa eytt nokkrum yndislegum dögum á ströndinni í Mexico, rosa spennt að komast loksins til Cúbu. Komst að þeirri aumu staðreynd þegar ég var komin á völlinn að miðarnir mínir höfðu barasta verið seldir einhverjum öðrum, án minnar vitundar. Meðan ég beið milli vonar og ótta um að draumur minn væri floginn á brott, keypti ég mér kaffi og eina af dýrustu og verstu samloku ferðarinnar, og vonaði að heppnin myndi verða með mér. Sem hún var! en það losnaði akkurat eitt sæti með fluginu, sem átti að fara eftir klukkutíma! Ég tékkaði mig því inn í hraði og var komin upp í flugvél áður en ég vissi af. Flugið var einunis klukkutími og var ég því ennþá í smá stressi þegar ég kom til Cúbu, ekki með neitt hótel og vissi í rauninni ekkert hvað ég væri að fara útí!  Fékk nú samt þetta fína herbergi í heimagistingu og fór strax fyrsta kvöldið að prófa Mojitóinninn sem Cúba er svo frægt fyrir, og varð ekki fyrir vonbrigðum! Fór ásamt sænsku pari frá hótelinu, lentum á bar með lifandi tónlist, sem var æðisleg, og þegar þeir tóku „guandalamera" („blandaðu meira" á íslensku) fóru tilfinningarnar allar af stað og ég fattaði að ég var í alvörunni komin til KÚBU!! J Kúbu, sem mig var búið að dreyma um svo lengi!! Kúbu, þar sem maður drekkur Romm, reykir Havana vindla, dansar Salsa, þar sem allt snýst um byltinguna, Che og Castó og þar sem Bush er hálviti og flestallar auglýsingarnar úti á götu minna þig á það! Havana fyrir mér var án efa einn af hápunktum ferðarinnar, og er uppáhaldsborgin mín til þessa! Næstu 4 dagana kynntist ég borginni ágætlega, sérstaklega gaman að ganga um götur gömlu borgarinnar, sjá alla þessa eldgömlu amerísku kagga og gömlu konur með þessa líka drjólavindla uppi í sér. Þrátt fyrir að hafa farið þangað ein, kynntist ég mikið af yndislegu fólki, strák sem kenndi mér á bongó trommur úti á götu, þrjár kúbverskar stelpur sem kendu mér aðeins að hreyfa mjaðmirnar, stelpu frá Sviss, stelpum frá Spáni sem tóku mig með sér á ströndina, strákum frá Argentínu... Fór líka á skemmtilega markaði, Havana-Rommsafnið þar sem ég fékk að drekka 7 ára gamalt Romm (rommið í Nicaragua var samt betra), fór á safn tileinkað kúbönsku byltingunni og Che Guevara, fékk að spila með í salsa bandi og fór út að dansa á hverju einasta kvöldi! J  vona svo sannarlega að ég komist þangað aftur sem fyrst, því ég náði auðvitað bara að kynnast Havana, en Kúba er svo miklu miklu meira en það, og mjög áhugavert land, með mikla sögu og auðvitað sérstakt stjórnarfar sem við öllu vitum um. Ég flaug frá Havana um hádegi á laugardegi og þrátt fyrir stuttan tíma í landinu voru tilfinningarnar blendnar, því égvar búin að eiga svo yndislegan tíma þarna, og búin að eignast góðar vinkonur en á sama tíma var ég farin að hlakka „ýkt" mikið til að fara heim (smá dramatísk kannskiJ). Flaug til Cancun, Mexico en þaðan beið mín 26 tíma rútuferð til Mexico City þar sem ég átti flug til NY. Þó ótrúlegt megi virðast, liðu þessir 26 tímar frekar hratt, horfði til dæmis á 5 bíómyndir af 8 (misgóðar samt), las, spjallaði við 73 ára gamla konu við hliðina á mér, sem gaf mér nokkur góð ráð um að halda góðri heilsu í ellinni og verða ekki hrukkótt. En ég ætla bara að eiga þau fyrir mig. Nóttin fyrir flugið til NY var löööng. Gat ekkert sofið, reyndi að horfa á sjónvarpið, lesa... en ekkert gekk! Var bara svooo spennt! Nálgaðist Ísland óðflugaJ

Flugið til New York gekk slysalaust fyrir sig og það sama má segja um lestarferðina til Manhattan. EN þegar ég kom þangað vissi ég ekkert hvert ég átti að snúa mér. Var búin að fá gistingu hjá Zach vini mínum sem við Unnur kynntumst í Perú, en ég vissi ekki baun hvar við ætluðum að hittast. Það var grenjandi rigning úti, og einhvern vegin virkaði enginn sími á eyjunni akkurat þegar ég þurfti að nota hann. Ég gekk sem sagt  týnd um Manhattan í helli rigningu með allan farangurinn minn, þar á meðal gítar og bongótrommum sem mér hafði keypt mér í Havana og fundist rosalega sniðugt (en ekki lengur....) þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur! Til að gera langa sögu stutta hittumst við loksins eftir mikla bleytu, og ég verð að viðurkenna að það var komin örlítil örvænting í mig, og urðu miklir fagnaðarfundir. Vikan í NY var alveg frábær, nóg að gera, sérstaklega í verslununum, en líka að skoða borgina, alla helstu túrista staðina, fór á tvenna tónleika, Xaviar Rudd frá Ástralíu og HipHop tónleikahátíðina „Rock the bells", þar sem ég sá meðal annara, Cypress Hill og Rage against the machine. Frekar magnað. Komst líka nálægt tví að fara á almennilegt íslenskt fyllerí þar sem Tópas var um hönd (takk ólöfJ) og sælusvipurinn kom yfir andlit mitt við fyrsta sopann. Get ekki sagt það sama um meðleigjendur Zach sem fannst þetta bragða eitthvað afbrigðilega (sem þýddi meira fyrir mig hehe). Mjög gott kvöld! Skemmti mér sem sagt vel í NY sem er blanda hvers kyns menningarheima en það gerir samfélgið mjög alþjóðlegt og án landamæra að mörgu leiti. Ekkert allt of ameríkst fyrir utan öll háhýsin og stóóóóóru dótabúðirnar, M&M búðinar og allar hinar búðirnar J Kom svo heil heim eftir sveitta göngu með allt dótið mitt (var þá búið að fjölga um allavega eina tösku) í gegnum neðarjarðarlestina, á miðvikudaginn og urðu miklir fagnaðar fundir við gamla góða íslands og alla þá sem biðu mín hér! Býst sterklega við því að bloggsíðan leggist niður bráðlega, þó svo það verði nú eitthvað hægt að skoða myndir áfram, þar sem við vinkonurnar erum komnar heim í bráð. En fyrir þá forvitnu sem langar að vita um framhaldið er planið hjá Unni Lilju að vera á Reyðafirði fram að áramótum og skella sér svo kannski aftur út (aldrei að vita nema það kvikni líf í gömlu góðu lasmochileras síðunni aftur) og ég sjálf er í atvinnuleit í augnablikinu. Hef hugsað mér að vera á höfuðborgarsvæðinu að vinna upp skuldir og reyna að fatta tilgang minn með lífinu. Svo er aldrei að vita hvað maður gerir í framhaldi af því. Læt bara örlögin og tækifærin ráða....... J

 

Fyrir þá sem vilja halda áfram að fylgjast með ævintýrum, er það annars vegar annahansen.blogspot.com í Danmörku og brasilia.bloggar.is, Auður í Brasilíu.

 

Hef það þá ekki lengra í bili

Komið fullt af nýjum myndum....

 

Takk fyri góðar viðtökur elskurnar, án ykkar hefði þetta aldrei gengið Kissing

 

Ykkar írena

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Svogaman að þú sert komin heim!

UnnurLilja (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 15:18

2 identicon

hádí

vildi bara þakka ykkur báðum fyrir skemmtilega ferðasögu, þekki ykkur ekki neitt en ekki vera hissa ef ég heilsa ykkur úti á götu einhverntíman, maður er búin að fylgjast svo lengi með ykkur ;)

velkomin heim

flott ferð, verð að hafa mig útí þetta áður en það verður of seint

Egill (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 02:35

3 identicon

Takk kærlega fyrir að klára söguna

Frábært hvað þetta var mikið ævintýri og hvað allt gekk upp hjá ykkur.   Mun fylgjast með næstu ferðum með mikilli gleði!

Luv, Anna Lilja

Anna Lilja (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 23:27

4 identicon

Hehehe tetta er svipad og tegar eg kom til koben nuna, buin ad fa gistingu hja kristinu og ester en var batterislaus tegar eg kom ut, typiskt hehe:) eg fekk samt ad hringja hja elisabetu a flugvellinum en fattadi ekki ad spyrja um hvada bjollu.. en tad reddadist einhver færeysk stelpa kannadist eitthvad vid tær hehe... vid erum agætar..

En rosa gaman ad hitta tig orlitid adur en eg for ut, svo komid tid bara til danmerkur i heimsokn til min veivei... svo er eins gott ad ovart tynd og skelfirinn haldi afmæli a annan i jolum eins og venjulega!! en langt komment ja, hej hej i bili:)

Anna (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 19:53

5 identicon

hehe ja sem sagt hvada dyrabjollu eg ætti ad yta a;)

Anna (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 19:54

6 identicon

Hæhæ já ég vill líka bara þakka fyrir frábærar ferðasögur hef haft mjög gaman af að lesa þó ég þekki ykkur ekki neitt :)  Ein spurning samt, var flugið til og frá kúbu dýrt? -Valdís

Valdís (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 14:32

7 identicon

Önnur spurning þurftiru vegabréfáritun eða einhvers konar travel card ? kv. Valdís

Valdís (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 21:24

8 Smámynd: Unnur Lilja og Írena Sólveig

hæ valdís!

gaman að heyra frá fólki sem skemmtir sér yfir að lesa bloggið. ég keypti flugið frá cancun til cúbu og það var ekki dýrt. 20 þús kall eða svo, man það ekki alveg. En þú getur líka kannski fengið frítt flug ef þú verður eitthvað í Cancún áður en þú ferð til Cúbu. Ég veit allavega um fólk sem hefur gert það. og þú þarft ekkert travelkard eða vegabréfsáritun til að komast þangað, visa fylgir oftast með flugmiðanum. Ertu að fara að ferðast? þú getur bara bjallað í okkur ef þú vilt, emailið mitt er irena86@msn.com

kv írena

Unnur Lilja og Írena Sólveig, 26.8.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband